Wednesday, March 30, 2011

Mirror Mirror On The Wall


Eftir langan mánudag og þriðjudag varð mér loksins létt að vita að það væru bara velgengisdagar næstu 3 dagana í skólanum en það eru nokkurskonar lífsleikni dagar og þemað þessa önn er heilsa og heilbrigður lífstíll. Í dag var þetta allt frekar mjög leiðinlegt og verður örugglega eitthvað svipað á morgun. Á föstudaginn verður svo einhver lokahátíð sem ég að öllum líkindum missi af vegna þess að ég er að fara til Reykjavíkur surprise,surprise I know! En við erum að fara að keppa í úrslitakeppninni í 2.deild með mst.fl og svo 3.fl að fara að keppa á laugardaginn og sunnudaginn svo það verður góð handbolta helgi í Reykjavík um helgina. En annars þá ætla ég að setja inn eitthvað af því sem ég var að fá núna fyrir stuttu lang þráður pakki sem átti að vera löngu kominn og það sem var í pakkanum er sumt búið að vera á óskalista síðan seinasta haust. 


H&M 

H&M

H&M búið að langa í þennan frá því í sumar.

H&M

Zara reyndar frekar gamall en var í honum á kvennakvöldinu í MA

Var í þessum í afmæli um helgina H&M

Uppáhaldsleggingsin sem ég var í um helgina úr Bikbok

pabbi var duglegur og verslaði svona bol handa mér H&M


Ég hef lengi verið þekkt fyrir hræðilegan fataskáp, en þannig er mál með vexti að þau bara komast ekki fyrir í fataskápnum og enda því alltaf í einum kuðli bæði á gólfinu og í fataskápnum. Mamma var svo í Reykjavík og keypti eina slá handa mér í Ikea og lampann líka, þá er bara næst á dagskrá mála, ný húsgögn og klárlega nýjar gardínur :)


Ég er annars búin að horfa mikið á Stylisterna undanfarið sem er sænskur stílista þáttu og mæli með honum fyrir þá sem vilja, allir þættirnir eru að finna HÉR Þetta er reyndar að klárast úti en það gerir ekkert til :)

-Kolbrá

No comments:

Post a Comment