Wednesday, February 29, 2012

Trött tjej

Ég er búin að vera svo rosalega þreytt og veikluleg alla vikuna. Ég fór á tónleika, afmæli, stelpukvöld og handboltapartý seinustu helgi og það hafði kannski sitt að segja. Sem betur fer var frídagur í dag vegna þess að það er 29. febrúar ..HEY já það er frí bara því að þetta er aukadagur!! En annars er ég bara búin að vera á æfingu á milli þess sem ég er í skólanum og hitta fagrar vinkonur.

I've been kind of sick and tired all last week, I was so busy last weekend, parties, concert and stuff. I had a day off school today which was great but otherwise I've just been at handball practise all week.


Concerts on Saturday

-Kolbrá

Wednesday, February 22, 2012

Hair

Fyrir ykkur sem þekkja mig ekki varð ég rauðhærð fyrir mánuði í tilefni að því hvað mér gekk vel í prófunum. Rauði liturinn hélst ekki mjög vel í og er ég því orðin næstum brúnhærð núna en ég held ég fari aftur í ombre í næsta skiptið.

For you who don't know me I went redhead a month ago sadly it has almost all washed out, which often happens with red haircolour so it's almost brown again. Next time I'm getting the ombre style back I loved it.

Like I was 2 days after dying it 


And I'm going back to ombre before summer

-Kolbrá

Tuesday, February 21, 2012

Keep on trying

Ég er búin að vera svo ótrúlega upptekin á nýju ári og einhvernvegin ekki haft neinn áhuga á að gefa mér tíma í að blogga. Ég held að það hafi nú kannski ekki munað svo miklu því ekki svo margir lesa það. Skólinn er kominn á gott ról eftir prófatíð en nú get ég ekki hugsað um annað en utanlandsferðir. Ég bara get ekki beðið eftir sumrinu og svo er ég eins og venjulega fatasjúk og langar alltaf í meira.

I'm back, been busy in life and didn't give myself time to blog. 
Cravings of the year, travelling and clothes.


Weekday wanties

-Kolbrá






Monday, January 23, 2012

Tumblr Screenshot

Þegar ég á að vera að læra finn ég mér alltaf eitthvað annað til að gera. Ég var dugleg í morgun og aðeins í dag en svo missi ég bara alla einbeitingu og er tumblr og facebook búinn að vera minn bani. En það er nú alltaf gaman að fá hrós og það fékk ég sko í dag á tumblr og það gladdi mitt litla hjarta. Ég er þó allavegana að gera eitthvað vel... s.s. ekki í að læra undir sögupróf!

Tumblr and facebook are horrible when you should be revising for your last exam. Anyways we all like to get compliments and I got a great one on tumblr today so it was worth something.


Þessi stelpa póstaði þessu screenshoti á tumblrið sitt/ It's mine!

-Kolbrá

Saturday, January 21, 2012

History

Ég ætlaði að vera svo rosalega dugleg og byrja að læra sögu í dag... er ekki enn byrjuð hef fundið mér margt annað skemmtilegra til að gera, en nú ætla ég að byrja!

I decided to start learning for my history exam today... but I haven't started yet , I've found plenty of more amusing things to do, but now I'm going to start!








My hairdues

-Kolbrá

Thursday, January 19, 2012

French

Shhhiiit frönskupróf á morgun og ég kann ekki neitt... hef eitt of miklum tíma í að gera eitthvað annað en að læra eins og ég er t.d. að gera núna! Þetta er bara svo hryllilega strembið. En loksins loksins get ég sagt að það séu bara 2 próf eftir. Sú gleði sem verður.

I have a french exam tomorrow and I know nothing. I've spent to much time doing something else then I should have, like I'm doing now. This has been so hard. But finally FINALLY can I say that I only have 2 exams left. OH how happy I'll be!


Hjálpar í prófatíð

-Kolbrá

Sunday, January 15, 2012

Prófatíð

Ég held að ég sé ekki gerð fyrir þessa prófatíð. Prófljótan er gengin í garð og fer maður varla út úr skólanum. Helgin mín hefur einkennst af því að sitja uppi í skóla í ca. 12 tíma og læra( með alltof löngum pásum) og alltaf enda ég svona kl hálf 2 á aðfaranótt mánudags enn að læra. Ég samt einhvern vegin ákveð að finna mér tíma til að blogga núna af öllum tímum í heiminum. Þetta er ávísun á það að ég er ekki eðlileg. Eftir prófið á morgun er ég hálfnuð og á þá bara 3 próf eftir. Ég án gríns get ekki beðið það verður svo gott að komast í frí eftir þessi próf eða sérstaklega ef maður nær öllu!

gerpið ég

-Kolbrá