Wednesday, March 30, 2011

Mirror Mirror On The Wall


Eftir langan mánudag og þriðjudag varð mér loksins létt að vita að það væru bara velgengisdagar næstu 3 dagana í skólanum en það eru nokkurskonar lífsleikni dagar og þemað þessa önn er heilsa og heilbrigður lífstíll. Í dag var þetta allt frekar mjög leiðinlegt og verður örugglega eitthvað svipað á morgun. Á föstudaginn verður svo einhver lokahátíð sem ég að öllum líkindum missi af vegna þess að ég er að fara til Reykjavíkur surprise,surprise I know! En við erum að fara að keppa í úrslitakeppninni í 2.deild með mst.fl og svo 3.fl að fara að keppa á laugardaginn og sunnudaginn svo það verður góð handbolta helgi í Reykjavík um helgina. En annars þá ætla ég að setja inn eitthvað af því sem ég var að fá núna fyrir stuttu lang þráður pakki sem átti að vera löngu kominn og það sem var í pakkanum er sumt búið að vera á óskalista síðan seinasta haust. 


H&M 

H&M

H&M búið að langa í þennan frá því í sumar.

H&M

Zara reyndar frekar gamall en var í honum á kvennakvöldinu í MA

Var í þessum í afmæli um helgina H&M

Uppáhaldsleggingsin sem ég var í um helgina úr Bikbok

pabbi var duglegur og verslaði svona bol handa mér H&M


Ég hef lengi verið þekkt fyrir hræðilegan fataskáp, en þannig er mál með vexti að þau bara komast ekki fyrir í fataskápnum og enda því alltaf í einum kuðli bæði á gólfinu og í fataskápnum. Mamma var svo í Reykjavík og keypti eina slá handa mér í Ikea og lampann líka, þá er bara næst á dagskrá mála, ný húsgögn og klárlega nýjar gardínur :)


Ég er annars búin að horfa mikið á Stylisterna undanfarið sem er sænskur stílista þáttu og mæli með honum fyrir þá sem vilja, allir þættirnir eru að finna HÉR Þetta er reyndar að klárast úti en það gerir ekkert til :)

-Kolbrá

Thursday, March 24, 2011

Dagarnir + inspiration

Dagarnir eru búnir að líða frekar hratt núna og er ég ekkert búin að geta bloggað. Annað hvort er ég búin að vera veik eða brjálað að gera í skólanum eða bara allt er crazy. Hef varla tíma til að anda stundum en ég býst við að maður þurfi bara að lifa með þessu þýðir ekkert að væla. Á morgun er frönsku próf já ég kann að segja je m'appelle Kolbrá og eitthvað rétt meira þannig ég verð að læra fyrir það. Ritgerðaskrif og stærðfræði verður svo aðalmálið á dagskrá um helgina og ég kann btw NÚLL í stærðfræði ég er bara hræðileg. En ég vildi skella inn smá inspiration fyrir sumarið ég held ég verði hvít og aftur hvít í sumar elska allt þetta ljósa og hvíta sem er í bland með flottum appelsínugulum eða bleikum varalitum. What can I say ég bara elska tískuna núna. 


Marc Jacobs






Gucci

Balmain


Calvin Klein

Hvítt og appelsínugult love it HÉR

Au revoir :)

Wednesday, March 16, 2011

Bambi Northwood-Blyth

Við erum ekki að grínast með hvað þessi tvítuga ástralska model er falleg!! Hún hefur unnið fyrir flestu stóru merkin og er að mínu matið með bara fallegri modelum heimsins. Þessar augabrúnir sko JÁJÁJÁ TAKK svo fallegt. Just see for yourself.











-Kolbrá

ÁST

Þetta lag er bara eitt af því fallegra sem ég hef heyrt lengi. Þessi rödd... Adele er bara æðislega glæsileg og hreint út sagt FRÁBÆR söngkona! Ég fæ bara gæsahúð í hvert sinn sem ég heyri þetta lag. 



-Kolbrá

Monday, March 14, 2011

Vöfflur

Vöfflur í hárið. Ég hef tekið eftir því að þetta er aðeins að koma aftur inn. Ég verð að segja fyrir mig að mér finnst þetta geðveikt töff! Ef það er ekki of mikið bara svona aðeins setja í lokka svona pínu úfið þá finnst mér þetta bara mjög flott trend. Ég ætla allavegana að leita mér að járni og prófa.







-Kolbrá

Sunday, March 13, 2011

Þreyttur sunnudagur

Jahérna hvað ég er þreytt eftir skemmtilegt gærkvöld! Hittumst nokkrar stelpur og borðuðum og spiluðum saman mikið fjör. Ég gjörsamlega gæti ekki verið þreyttari núna, það er byrjað að birta svo snemma að það er erfitt að sofa lengi frameftir.




-Kolbrá


Saturday, March 12, 2011

Sól, sól skín á mig

Ég nenni ekki vetrinum lengur. Ég vil bara fá sumar og sól og íslenskt sumar. Okey,okey íslensk sumur eru nú kannski ekki þau heitustu, en ég þrái að komast eitthvert út í sólina og ekki væri verra að skella sér til IBIZA!! mig hefur langað til að fara þangað í mörg ár og nú styttist í að maður hafi aldur til að meiga fara þangað :) Sól, sumar og djamm gott mix! 







ENJOY!

-Kolbrá



Sunday, March 6, 2011

Söngkeppnin - Kolbrá & Katrín

Nokkrar myndir af okkur stöllum frá söngkeppninni :)



jakkinn eitthvað skrítinn



-Kolbrá

Hair

ég pantaði mér tíma í klippingu og litun og hef ekki hugmynd hvað  ég ætla að gera! tými lúmskt ekki að lita á mér hárið því  ég er svo ánægð með það en það er nú kominn tími til að refresha sig aðeins ekki buin að lita það síðan í ágúst. Ég er mjög hrifin af svona dekkra í rótina og ljósari enda ég er einmitt með svonleiðis núna en er að spá hvort ég ætti að ganga aðeins lengra og lýsa meira eða hvað á ég að gera ??? Ég bara get ekki ákveðið mig á eftir að enda á því að ég láti hárgreiðslukonuna velja fyrir mig.


Erin Wasson er með svo yndislega flottan hárlit. 

elska þennann lit


 Spurning hvort maður þori svona ljóst aftur ..?

-Kolbrá


Friday, March 4, 2011

A night to remember

Ég, Hekla, Sólveig, Katrín og Sigrún skelltum okkur á Retro Stefson í gær á Græna hattinum og VÁ! Þetta var geðveikt, þau eru svo góð vildi að ég gæti bara spólað til baka og farið aftur á þessa tónleika í kvöld. Við vorum reyndar frekar óheppnar og fengum engin sæti því það var svo troðið en þvílíkur talent í þessu bandi. Ég gæti hlustað á þau allan daginn alla daga svo góð eru þau og ekki má gleyma hversu myndarlegur karlpeningurinn er í þessu bandi. Hreint út sagt frábærir tónleikar og frábærir listamenn í alla staði.




Ég og Hekla sæta 

-Kolbrá