Saturday, April 30, 2011

chill í Kjarna

Eftir leti sjónvarpshangsdag þar sem the biggest loser og handbolti varð fyrir valinu. Ég verð svo stolt af fólkinu i biggest loser það er svo duglegt!! En ég reyndar þreif klósettin svo dugnaðurinn hjá mér lá í því. Eftir þennan ógurlega náttfatadag fór ég í kvöld út í kjarnaskóg þar sem nokkrir úr bekknum og aðrir aðkomumenn komu saman og spiluðu á gítar, grilluðum pylsur (sem voru ekki borðaðar vegna þess þær fóru allar í jörðina) og borðuðum ís. Hefði verið ögn skárra ef það væri komið aðeins meira sumar en still .. þetta var fjör.

róliról



Peepz

;)

Fyrsta sinn sem Katrín þorði að klifra hæsta staurinn

Strákarnir urðu svo að sjálfsögðu að rokka fyrir mig.

-Kolbrá

Friday, April 29, 2011

Kjóllinn!!

Kate Middleton

Þá eru þau Kate og William gift! Ég kom sjálfri mér á óvart hvað mér fannst gaman að fylgjast með þessu ég er svo alls ekki týpan í að horfa á langdregna dagskrá um eitthvert brúðkaup. En einhvernveginn var ég alltaf spennt á meðan ég var að horfa. Ég hef líka komsit að því að ef ég ætla að gifta mig þá verður kjóllinn að svipuðu sniði. Hann var svo  fallegur, ég bara gat ekki hætt að horfa á hann svo er hún Kate líka bara svo falleg. Kjóllinn var eftir Söruh Burton sem hannar fyrir Alexander McQueen og á hún bara stórt klapp skilið. 
   En annars vaknaði ég með stresshnút í maganum Akureyri - FH er í kvöld og Akureyri verður bara að vinna annars verður þetta frekar leiðinlegt föstudagskvöld. 

Her majesty 
-Kolbrá

Saturday, April 23, 2011

Someone Like You

Fallega Fallega h&m sumarlínan, ég sem er mjög hvít en hippaleg í mér elska þetta svo mikið 
70's er klárlega málið




 :)


Fyrir þá sem vilja taka 70's til fulls haha.


En stelpur þá er komið að einhverju skemmtilegu ég nefnilega datt inná fallegasta mann jarðríkis þegar ég var að skoða norska h&m blaðið um daginn. Þið kannist örugglega margar við hann enda er hann nú frekar stór í model heiminum en váaaaaaavíiiiiiii ég slefaði næstum því í þetta skiptið nú finnst mér hann officially fallegasti maður í heimi.





Þá vitum við hvar Justin Bieber fékk hugmyndina



Ég segi bara JÁA TAKK!!

-Kolbrá






Thursday, April 21, 2011

Fyrsti í sumri

Þá er sumardagurinn fyrsti genginn í garð, ekki það að ég geti séð fram á að það sé að fara að verða eitthvað sumar strax. Skellti mér í bíó í dag á Chalet Girl í dag með hinum ástkæra Ed Westwick og fleirum. Krúttleg mynd sem kom manni í gott skap. Ég ákvað að klæða mig aðeins upp fyrir daginn, búið að vera leiðinlegt að liggja heima ógeðsleg og veik í heila viku. Því miður þurfti sumardagurinn fyrsti og skírdagur að vera á sama degi svo ekkert auka frí í skólanum. Síðastakvöldmáltíðin yeeah right... var dýrindis nautakjöt og svo var það bara chill og astrópía með fjölskyldunni.

Fyrsti í sumri, lil bro kannski ekki beint besti myndatökumaðurinn
Blazer: H&M, Bolur: Gina Tricot, Leggings RB úr focus



Búið að gera smá páskalegt heima.



Elska þá!


Gott

Heil&Sæl

-Kolbrá

Tuesday, April 19, 2011

Sail away with me honey, I put my heart in your hand

jæja þá fer að líða vika síðan ég byrjaði að vera veik. GUÐ ég nenni þessu ekki en ég hef þó lært nokkuð mikið í þessum veikindum A) Hálsmolar bara virka ekki B) það er algerlega óþarfi að hanga inni maður þarf frískt loft! Ég er samt alveg að vera búin að fá nóg. Páskafríið líður og ákvað ég að skella mér á Akureyri - HK í dag já...... ég hagaði mér eins og lítið barn ég hoppaði og öskraði úr spenningi (þó svo að ég gat ekki öskrað) Svo þegar þessu loksins lauk gat ég bara ekki verið ánægðari er svo stolt af strákunum og nú er bara að klára þetta dæmi og sýna þessum hafnfirðingum hvernig á að spila handbolta. Þess á milli að vera brjáluð að horfa á handbolta og svekkjast yfir því að vera veik þá er ég búin að vera að lesa í Stúlkan sem lék sér að eldinum eftir Stieg Larsson og er þetta bók númer 2 í bókaflokknum og splæsti ég á þær allar því ég á nú einu sinni allar myndirnar, en ég mæli sko með þessum bókum alveg þess virði þó svo maður er búin að sjá myndina bækurnar eru svo góðar. Fletti svo aðeins í gegnum vor blaðið frá H&M sem ég fékk sent heim. 

Hér koma nokkrar myndir af mér í misgóðum fíling







Varð að monta mig aðeins af föstufléttunni sem ég náði að gera í mig um daginn


Var í þessari krúttlegu skyrtu úr elsku frúnni í hamborg fyrir nokkrum dögum.

" I LOVE <3 Chuck Bass
I've never looked back, I'm Chuck Bass"
Ég á svo yndislega sæta vinkonu sem býr á Spáni sem sá þennan bol og hann minnti hana víst eitthvað á mig.. I wonder why?? haha en það er spurning hvort maður fær tækifæri til að nota hann eða þetta verði fallegur gripur sem verður geymdur vel ;) 

Hejdå 
-Kolbrá

Saturday, April 16, 2011

don't worry be happy




þurfti að leita mér af einhverju inspiring á þessum frekar leiðinlega laugardegi, svo ég fann eitthvað fallegt og vel klætt fólk á lookbook og stockholm-streetstyle og svo má ekki gleyma elsku Alexu í endann :)







Love her !!


-Kolbrá


Friday, April 15, 2011

RVK CITY

Jæja þá er maður á leiðinni í háttinn eftir 2 daga veikindi. Ég á þetta ekki skilið! ég hef aldrei verið jafn oft og lengi veik eins og þennan vetur, jú það hafa auðvitað alltaf komið dagar en þetta er alltof langvarnandi og alltof stutt síðan ég var veik síðan og ekki má svo gleyma fingra meiðslum sem komu inn á milli. En sem sagt þá er 3 suðurferðin í þessum mánuði á morgun sem betur fer fljúgum við í þetta skipti. Er alveg komin með nóg af Reykjavík í bili og ekki er eins og maður komist í búðir þegar maður er þarna sem ég tel að sé örugglega það besta við Reykjavík, ég er alltof mikill Akureyringur :)

Satt best að segja langar mig pínu í þennan kjól fyrir sumarið just sayin'


Sunday, April 10, 2011

Weekend to remember

Jake Gyllenhaal

Já stelpur, ég var að labba niður laugaveginn og stoppaði svo á einu horni. Næsta sem ég veit labbar maður framhjá sem ég kannast svakalega við(ég hafði btw ekki hugmynd að hann væri á Íslandi) eftir að hann var rétt kominn framhjá þá átta ég mig á því Jake fokking Gyllenhaal labbaði framhjá mér eins og hver annar Íslendingur. Ég trúði þessu ekki.. það er eitthvað svo óraunverulegt að sjá þetta fólk í alvörunni og verð ég að viðurkenna að ég var pínu starstruck, okey ég hef séð George Michael og allt franska landsliðið og á mynd af mér með idolinu Karabatic en þetta var bara einhvern vegin miklu stærri og miklu frægari maður en Karabatic. Semsagt það var ekki talað um annað það sem eftir var að kvöldi. 
   Annars þá var skellt sér á AKEXTREME i gær ekkert smá flott hvað þessir strákar eru að gera bæði á brettum og skíðum en svo endaði kvöldið í gær á stelpuhitting hjá Beggu og Sjallanum. Vaknaði kl half 9 í morgun labbaði í vinnuna og kom svo heim horfði á tvo handbolta leiki og fékk mér smá brynju ís með Sunny.


Gulli sem vann AKX 2011

Outfit gærdagsins


BEST! Greifa pizza; skinka,paprika og rækjur

Mest notuðu og uppáhaldsskórnir svörtu vagabond og hvítir converse klikka seint!


heil og sæl

-Kolbrá



Thursday, April 7, 2011

Mysterious Girl

Ég ákvað að skrifa lítið blogg áður en ég fer aftur til Reykjavíkur, já svona er að vera í handbolta. Annars þá urðum við íslandsmeistarar i mst.fl 2.deild seinustu helgi og var það geðveikt ! 3.flokkinum gekk ekki eins vel en á sunnudeginum kíktum við í kringluna og náði ég að kaupa mér sólgleraugu, þetta er fíkn án gríns! mig langar alltaf í sólgleraugu og elska þetta snið svona eins og rayban clubmasters. Annars var það ekki fleira nema hvað ég ætla sýna ykkur hvað ég var ægilega sveitt, ógeðsleg og sæl með bikar. 





 Sólgleraugu : Topshop

Sveitta og sæla ég


Þetta lag minnir mig óendanlega mikið á sumarið!

- Ciao