Sunday, June 12, 2011

Yesterday

Í gær var svona lokahóf hjá meistaraflokki í handboltanum. Eftir að ég var búin að liggja úti á palli í sólinni fór ég uppí KA þar sem fjörið byrjaði. Við höfum ekki hugmynd um hvað væri að fara að gerast en svo var okkur sagt að við ættum að fara niður í bæ. Þegar svo loks var komið þangað vorum við látnar hafa lista yfir hluti sem við áttum að gera á klukkutíma. Þetta var svona pínu eins og ameríski draumurinn og voru þetta miserfið verkefni en ég var semsagt aðal módelið í mínu liði og gerði allt nema eitt, sem ég bara mögulega gat ekki gert. En enduðum við yngri stelpurnar á því að tapa en það var samt mjög gaman. Eftir leikinn fórum við í stjörnusól og fórum í pottinn og ljós fyrir þær sem vildu. Eftir góðan pott og ljósatíma tókum við okkur til niðri á Stjörnusól og fórum svo heim til Mörthu. Þar fengum við æðislegt sushi og pizzu og var farið í einhverja drykkjuleiki og haft mjög gaman. Eftir það var haldið í bæinn það sem fólk var mishresst og verið fram eftir. 

Hér koma myndir frá keppninni.

Það átti að taka mynd með túrista

aftur

Stoppa bíl á rúnthringnum og bera á manneskju yfir


Taka mynd af sér með ísbirni (ég elskaði hann)

Túristar

Fá koss frá manni eldri en 50

Sitja undir stýri í leigubíl

Leika róna

Túristar

Þetta var eitthvað sem ég bara gat ekki gert sem Ingunn tók á sig, það var að klípa í rassinn á eldriborgara.

fínar stelpur


djammdjamm


-Kolbrá

No comments:

Post a Comment