Wednesday, June 8, 2011

Vogue Italia my kind of people

Ég sem elska tísku og skoða mikið af henni hef tekið vel eftir því hvað módelin eru alltaf grönn. Ég veit líka vel að maður á ekki að sækjast eftir því að lýta svona út því í mjög mörgum tilbrigðum er þetta ekki heilbrigt jú auðvitað er til fólk sem bara er svona, þetta er samt heimur þar sem er krafist þess að vera svona og get ég vel ímyndað mér að margar ganga of langt í þeim málum. Maður gerir þetta samt sjálfkrafa öfundar og hugsar hvað þessi föt fara þessum módelum vel og hvað maður gæti aldrei verið í svona því maður er með aukakíló hér og þar. Þegar maður spáir svo í því þá er aðeins lítil prósenta af öllum konum eða stelpum sem actually get gengið í þessum fötum eins og módelin gera, jú að sjálfsögðu erum við í svipuðum dúr en við förum í mátunarklefann og hugsum guð hvað ég lýt út fyrir að vera feit í þessu, þá automatically hugsum við já ég er feit, módelin passa alveg í þetta. Ég sjálf hugsa alltof mikið svona og er það mjög heilsuskemmandi hugsunarháttur hjá mér svo stelpur EMBRACE YOUR CURVES!! ég er ótrúlega stolt af vouge italia fyrir að hafa gert þessa frábæru myndaseríu sem ég ætla að sýna ykkur allt saman GULLfallegar konur.Þetta eru þær fallegu

Tara Lynn

Candice Huffine

Robyn Lawley


-Kolbrá

1 comment: