Sunday, January 15, 2012

Prófatíð

Ég held að ég sé ekki gerð fyrir þessa prófatíð. Prófljótan er gengin í garð og fer maður varla út úr skólanum. Helgin mín hefur einkennst af því að sitja uppi í skóla í ca. 12 tíma og læra( með alltof löngum pásum) og alltaf enda ég svona kl hálf 2 á aðfaranótt mánudags enn að læra. Ég samt einhvern vegin ákveð að finna mér tíma til að blogga núna af öllum tímum í heiminum. Þetta er ávísun á það að ég er ekki eðlileg. Eftir prófið á morgun er ég hálfnuð og á þá bara 3 próf eftir. Ég án gríns get ekki beðið það verður svo gott að komast í frí eftir þessi próf eða sérstaklega ef maður nær öllu!

gerpið ég

-Kolbrá

No comments:

Post a Comment