Jake Gyllenhaal
Já stelpur, ég var að labba niður laugaveginn og stoppaði svo á einu horni. Næsta sem ég veit labbar maður framhjá sem ég kannast svakalega við(ég hafði btw ekki hugmynd að hann væri á Íslandi) eftir að hann var rétt kominn framhjá þá átta ég mig á því Jake fokking Gyllenhaal labbaði framhjá mér eins og hver annar Íslendingur. Ég trúði þessu ekki.. það er eitthvað svo óraunverulegt að sjá þetta fólk í alvörunni og verð ég að viðurkenna að ég var pínu starstruck, okey ég hef séð George Michael og allt franska landsliðið og á mynd af mér með idolinu Karabatic en þetta var bara einhvern vegin miklu stærri og miklu frægari maður en Karabatic. Semsagt það var ekki talað um annað það sem eftir var að kvöldi.
Annars þá var skellt sér á AKEXTREME i gær ekkert smá flott hvað þessir strákar eru að gera bæði á brettum og skíðum en svo endaði kvöldið í gær á stelpuhitting hjá Beggu og Sjallanum. Vaknaði kl half 9 í morgun labbaði í vinnuna og kom svo heim horfði á tvo handbolta leiki og fékk mér smá brynju ís með Sunny.
Gulli sem vann AKX 2011
Outfit gærdagsins
BEST! Greifa pizza; skinka,paprika og rækjur
Mest notuðu og uppáhaldsskórnir svörtu vagabond og hvítir converse klikka seint!
heil og sæl
-Kolbrá
Ég held að ég hefði séð hann hefði ég fallið í yfirlið.
ReplyDeleteEn þessi kjóll er æði! Hvar er hann keyptur?
haha já ég var frekar starstruck en hann er keyptur í H&M :)
ReplyDelete