Kate Middleton
Þá eru þau Kate og William gift! Ég kom sjálfri mér á óvart hvað mér fannst gaman að fylgjast með þessu ég er svo alls ekki týpan í að horfa á langdregna dagskrá um eitthvert brúðkaup. En einhvernveginn var ég alltaf spennt á meðan ég var að horfa. Ég hef líka komsit að því að ef ég ætla að gifta mig þá verður kjóllinn að svipuðu sniði. Hann var svo fallegur, ég bara gat ekki hætt að horfa á hann svo er hún Kate líka bara svo falleg. Kjóllinn var eftir Söruh Burton sem hannar fyrir Alexander McQueen og á hún bara stórt klapp skilið.
En annars vaknaði ég með stresshnút í maganum Akureyri - FH er í kvöld og Akureyri verður bara að vinna annars verður þetta frekar leiðinlegt föstudagskvöld.
Her majesty
-Kolbrá
Hún er svooooooo prettyyy
ReplyDeletekv. sandra