Þá er sumardagurinn fyrsti genginn í garð, ekki það að ég geti séð fram á að það sé að fara að verða eitthvað sumar strax. Skellti mér í bíó í dag á Chalet Girl í dag með hinum ástkæra Ed Westwick og fleirum. Krúttleg mynd sem kom manni í gott skap. Ég ákvað að klæða mig aðeins upp fyrir daginn, búið að vera leiðinlegt að liggja heima ógeðsleg og veik í heila viku. Því miður þurfti sumardagurinn fyrsti og skírdagur að vera á sama degi svo ekkert auka frí í skólanum. Síðastakvöldmáltíðin yeeah right... var dýrindis nautakjöt og svo var það bara chill og astrópía með fjölskyldunni.
Fyrsti í sumri, lil bro kannski ekki beint besti myndatökumaðurinn
Blazer: H&M, Bolur: Gina Tricot, Leggings RB úr focus
Búið að gera smá páskalegt heima.
Elska þá!
Gott
Heil&Sæl
-Kolbrá
No comments:
Post a Comment