jæja þá fer að líða vika síðan ég byrjaði að vera veik. GUÐ ég nenni þessu ekki en ég hef þó lært nokkuð mikið í þessum veikindum A) Hálsmolar bara virka ekki B) það er algerlega óþarfi að hanga inni maður þarf frískt loft! Ég er samt alveg að vera búin að fá nóg. Páskafríið líður og ákvað ég að skella mér á Akureyri - HK í dag já...... ég hagaði mér eins og lítið barn ég hoppaði og öskraði úr spenningi (þó svo að ég gat ekki öskrað) Svo þegar þessu loksins lauk gat ég bara ekki verið ánægðari er svo stolt af strákunum og nú er bara að klára þetta dæmi og sýna þessum hafnfirðingum hvernig á að spila handbolta. Þess á milli að vera brjáluð að horfa á handbolta og svekkjast yfir því að vera veik þá er ég búin að vera að lesa í Stúlkan sem lék sér að eldinum eftir Stieg Larsson og er þetta bók númer 2 í bókaflokknum og splæsti ég á þær allar því ég á nú einu sinni allar myndirnar, en ég mæli sko með þessum bókum alveg þess virði þó svo maður er búin að sjá myndina bækurnar eru svo góðar. Fletti svo aðeins í gegnum vor blaðið frá H&M sem ég fékk sent heim.
Hér koma nokkrar myndir af mér í misgóðum fíling
Varð að monta mig aðeins af föstufléttunni sem ég náði að gera í mig um daginn
Var í þessari krúttlegu skyrtu úr elsku frúnni í hamborg fyrir nokkrum dögum.
" I LOVE <3 Chuck Bass
I've never looked back, I'm Chuck Bass"
Ég á svo yndislega sæta vinkonu sem býr á Spáni sem sá þennan bol og hann minnti hana víst eitthvað á mig.. I wonder why?? haha en það er spurning hvort maður fær tækifæri til að nota hann eða þetta verði fallegur gripur sem verður geymdur vel ;)
Hejdå
-Kolbrá
oh ég vildi að ég gæti gert svona fléttu í sjálfa mig!
ReplyDeleteog chuck bass bolurinn er mjööög kúl ;)
Sandra