Sunday, February 27, 2011

Do I look fat in this?





PERFECTION! án efa með fallegri konum í heiminum og ekki má gleyma vextinum jesús Beyonce er bara með þetta, hún er engin horrengla þetta er bara flottur vel æfðu magi! og já má bara segja að þær eru með vöxt. Þær eru ekki þessar gellur sem eru ekki með neitt utan á sér og hægt er að telja hvert einasta rifbein. 
Nú spyr ég bara hvort er fallegra þetta eða .....





Þetta ? just sayin.... Þessar kröfur sem eru gerðar til kvenna að lýta perfect út, þá spyr ég hvað er perfect? í tískuheiminum þykir voðalega flott að vera eins mjór og hugsast getur. Talið er að það selji betur. En hvað með hinn gullna meðalveg, það er enginn að tala um að það sé fallegt að vera feitur heldur. Aðal málið er að vera heilbrigður og hvorki er heilbrigt að vera of grannur né of feitur. Því er þá ekki aðal tískustraumurinn að vera svona meðal því þegar á endann er komið eru lífslíkur þeirra betri, þau lifa heilbrigðara lífi. Ég skrifa hérna perfection fyrir ofan því fyrir mér þá eru þessar konur með vöxt sem mér finnst flottur,  skorinn flottur magi, brjóst, mjaðmir og læri það finnst mér vera flott. Tel ég perfect þurfa að vera fyrirbæri með galla. En ekki misskilja mig það er svo mjög mjótt fólk sem lifir heilbrigðu lífi og öfugt þar koma erfðir inn. En svona hugleiðing afhverju erum við ekki ánægðar með okkur, afhverju þessi stanslausa útlitsdýrkun? Ég vildi að ég hefði svarið.

No comments:

Post a Comment