Sunday, December 4, 2011

Ég elska MA

Á föstudaginn var árshátíð Menntaskólans á Akureyri. Þetta er án gríns það skemmtilegasta við skólann, ég meina hvað er ekki að elska við MA þegar 800 manns koma saman og hafa gaman. Allt var frábært, skemmtiatriðin, skaupið og ballið. Ég væri dansandi gömlu dansana alla daga ef ég gæti. Ég náði myndatökunni þetta árið, en ég s.s. missti af henni í fyrra þar sem ég var óvart of upptekin að dansa. En ég náði þó að hella yfir mig vatni, en það kryddaði nú bara aðeins uppákvöldið. Ég segi bara TAKK elsku MA-ingar.



-Kolbrá

No comments:

Post a Comment